Góður hagnaður Wembleysmiða 23. ágúst 2006 07:45 wembley Afhending nýja Wembley leikvangsins hefur dregist von úr viti. Leikvangurinn átti að vera tilbúinn í ágúst í fyrra en búist er við að afhendingin dragist fram á mitt næsta ár. Mynd/Getty Images Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Hagnaðurinn er að mestu vegna sölu eigna og hækkunar á virði annarra eigna fyrirtækisins. Multiplex hefur umsjón með byggingu nýja Wembley íþróttaleikvangsins í Lundúnum í Bretlandi, sem átti að vera tilbúinn fyrir ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa varað við því að það muni skila frá sér færri verkum á næstu tveimur árum og séu líkur á að afhending leikvangsins dragist fram á mitt næsta ár. Verður hún þá tæpum tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður við nýja leikvanginn, sem rúmar níutíu þúsund manns í sæti, hefur farið langt fram úr áætlun og sagði John Roberts, stofnandi og stjórnarformaður Multiplex, af sér í maí á síðasta ári vegna þessa. Segir fyrirtækið tafir á afhendingu verksins vera komnar til vegna breytinga rekstraraðila á hönnun leikvangsins. Lengi vel var búist við að fyrirtækið þyrfti að greiða breska knattspyrnusambandinu fjörutíu milljónir punda, jafnvirði 5,2 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna tafanna en fastlega er búist við að fallið verði frá kröfunni. Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Hagnaðurinn er að mestu vegna sölu eigna og hækkunar á virði annarra eigna fyrirtækisins. Multiplex hefur umsjón með byggingu nýja Wembley íþróttaleikvangsins í Lundúnum í Bretlandi, sem átti að vera tilbúinn fyrir ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa varað við því að það muni skila frá sér færri verkum á næstu tveimur árum og séu líkur á að afhending leikvangsins dragist fram á mitt næsta ár. Verður hún þá tæpum tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður við nýja leikvanginn, sem rúmar níutíu þúsund manns í sæti, hefur farið langt fram úr áætlun og sagði John Roberts, stofnandi og stjórnarformaður Multiplex, af sér í maí á síðasta ári vegna þessa. Segir fyrirtækið tafir á afhendingu verksins vera komnar til vegna breytinga rekstraraðila á hönnun leikvangsins. Lengi vel var búist við að fyrirtækið þyrfti að greiða breska knattspyrnusambandinu fjörutíu milljónir punda, jafnvirði 5,2 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna tafanna en fastlega er búist við að fallið verði frá kröfunni.
Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira