Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir 24. ágúst 2006 07:00 Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar.
Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira