Forstjóri í steininn 27. september 2006 00:01 Bernard Ebbers Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra. Ebbers var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals með það fyrir augum að hækka gengi hlutabréfa í fyrirtækinu þegar hann gegndi stöðu forstjóra þess á árunum 1985 til 2002. Svikin eru talin nema 11 milljörðum Bandaríkjadala eða 173 milljörðum íslenskra króna en þau leiddu til gjaldþrots fyrirtækisins og eins þess stærsta vestanhafs árið 2002. Ebbers hefur margsinnis áfrýjað dómnum en árangurslítið.Í dómsniðurstöðu í máli hans segir, að hann hafi átt beina aðild að því að falsa afkomutölur fyrirtækisins til að hækka gengi hlutabréfa þess. Ebbers er 65 ára að aldri og þykir ljóst að sitji hann af sér allan dóminn muni hann verða um nírætt þegar hann fær frelsi á nýjan leik. Líkur benda hins vegar til að hann fái reynslulausn fyrr eða eftir 15 ár. Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra. Ebbers var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals með það fyrir augum að hækka gengi hlutabréfa í fyrirtækinu þegar hann gegndi stöðu forstjóra þess á árunum 1985 til 2002. Svikin eru talin nema 11 milljörðum Bandaríkjadala eða 173 milljörðum íslenskra króna en þau leiddu til gjaldþrots fyrirtækisins og eins þess stærsta vestanhafs árið 2002. Ebbers hefur margsinnis áfrýjað dómnum en árangurslítið.Í dómsniðurstöðu í máli hans segir, að hann hafi átt beina aðild að því að falsa afkomutölur fyrirtækisins til að hækka gengi hlutabréfa þess. Ebbers er 65 ára að aldri og þykir ljóst að sitji hann af sér allan dóminn muni hann verða um nírætt þegar hann fær frelsi á nýjan leik. Líkur benda hins vegar til að hann fái reynslulausn fyrr eða eftir 15 ár.
Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira