Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Apollo Management og Texas Pacific Group, hafa gert yfirtökutilboð í bandarísku hótel- og spilavítakeðjuna Harrahs Entertainment. Tilboðið hljóðar upp á 15,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 1.000 milljarða íslenskra króna. Ef boðið gengur eftir munu þetta verða fjórðu stærstu fyrirtækjakaup sem gerð hafa verið í Bandaríkjunum.
Harrahs Entertainment er stærsta spilavítakeðja í heimi en á meðal eigna þess er hótelið Caesars Palace í Las Vegas og sex önnur spilavíti í Las Vegas og Atlantic City.
Greiningaraðilar segja fyrirtækið vel rekið og hafa einungis vaxtarmöguleika utan Bandaríkjanna.