Bankar sameinast 18. október 2006 06:45 tveir seðlabankastjórar Mario Draghi, seðlabankastjóri Ítalíu, ásamt Jean-Claude Trichet, bankastjóra evrópska seðlabankans. MYND/AFP Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarðar evra, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur BPI leitað eftir því að sameinast öðrum banka síðan samrunaferli bankans við Banco Antonveneta rann út í sandinn á síðasta ári. BPI varð fyrir skakkaföllum í kjölfarið en þá komst upp að stjórn bankans hefði ásamt ítalska seðlabankanum reynt að hindra samkeppni frá hollenska bankanum ABN Amro í Banco Antonveneta og leiddi það til þess að bankastjórar BPI og ítalska seðlabankans urðu að segja af sér. Mario Draghi, seðlabankastjóri Ítalíu, er sagður fylgjandi samruna fjármálastofnana á Ítalíu og hefur stutt samrunaferlið í hvítvetna. Í sumar varð til stærsti banki Ítalíu með sameiningu Banca Intesa, annars stærsta banka Ítalíu, og Sanpaolo-IMI, þriðja stærsta bankans. Hluthafar eiga þó enn eftir að samþykkja samrunann en líklegt þykir að af því verði í desember. Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarðar evra, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur BPI leitað eftir því að sameinast öðrum banka síðan samrunaferli bankans við Banco Antonveneta rann út í sandinn á síðasta ári. BPI varð fyrir skakkaföllum í kjölfarið en þá komst upp að stjórn bankans hefði ásamt ítalska seðlabankanum reynt að hindra samkeppni frá hollenska bankanum ABN Amro í Banco Antonveneta og leiddi það til þess að bankastjórar BPI og ítalska seðlabankans urðu að segja af sér. Mario Draghi, seðlabankastjóri Ítalíu, er sagður fylgjandi samruna fjármálastofnana á Ítalíu og hefur stutt samrunaferlið í hvítvetna. Í sumar varð til stærsti banki Ítalíu með sameiningu Banca Intesa, annars stærsta banka Ítalíu, og Sanpaolo-IMI, þriðja stærsta bankans. Hluthafar eiga þó enn eftir að samþykkja samrunann en líklegt þykir að af því verði í desember.
Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira