Líkfundarmálið í bíó 23. október 2006 15:30 Ari Alexander gerir sjónvarpsþátt um fíkniefnaheiminn frá öðru sjónarhorni og undibýr kvikmynd sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða í Neskaupstað. Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“ Menning Líkfundarmálið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“
Menning Líkfundarmálið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira