Hvíta rósin Sophie Scholl 31. október 2006 12:30 Síðustu dagar Julia Jentsch í hlutverki hinnar hugrökku og trúuðu stúlku sem tók upp baráttu gegn herstjórninni. Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var framleidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi. Í henni segir af örlögum Sophie Scholl en hún starfaði í andspyrnuhópnum Hvítu rósinni í München. Í febrúar 1943 tók hópurinn að dreifa flugritum gegn stríðinu og var Sophie handtekin af Gestapo. Hún var yfirheyrð af hörku en sagði aldrei til félaga sinna og neitaði sök. Saga Hvítu rósarinnar var einstök hetjusaga og kvikmyndin markaði nokkur skil í þýskri kvikmyndagerð enda mikilsmetin: fékk tvo birni á Berlínarhátíðinni, var tilnefnd til Óskarsverðlauna, vann Bodil í Danmörku, tilnefnd til fjögurra Evrópuverðlauna og vann tvö þeirra, svo nokkuð sé nefnt af þeim 23 tilnefningum og 15 verðlaunum sem myndin aflaði. Hér er á ferðinni þýsk stórmynd um merkilegt efni og er það til marks um slaka dreifingu kvikmynd á Íslandi að hún skuli ekki vera sett í venjulegar sýningar. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var framleidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi. Í henni segir af örlögum Sophie Scholl en hún starfaði í andspyrnuhópnum Hvítu rósinni í München. Í febrúar 1943 tók hópurinn að dreifa flugritum gegn stríðinu og var Sophie handtekin af Gestapo. Hún var yfirheyrð af hörku en sagði aldrei til félaga sinna og neitaði sök. Saga Hvítu rósarinnar var einstök hetjusaga og kvikmyndin markaði nokkur skil í þýskri kvikmyndagerð enda mikilsmetin: fékk tvo birni á Berlínarhátíðinni, var tilnefnd til Óskarsverðlauna, vann Bodil í Danmörku, tilnefnd til fjögurra Evrópuverðlauna og vann tvö þeirra, svo nokkuð sé nefnt af þeim 23 tilnefningum og 15 verðlaunum sem myndin aflaði. Hér er á ferðinni þýsk stórmynd um merkilegt efni og er það til marks um slaka dreifingu kvikmynd á Íslandi að hún skuli ekki vera sett í venjulegar sýningar.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira