Tekur fólk ekki rökum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 30. október 2006 23:56 Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar