Glöggt er gests augað 1. nóvember 2006 00:01 Niðurstaða: Meinfyndið sprell og eftirminnileg ádeila í frábærri sýningu. Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira