Sakamálin á svið 4. nóvember 2006 11:30 „Sakamál á svið“ Verk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann var valið til sýninga í Borgarleikhúsinu. MYND/Hörður Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín. Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín.
Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein