Söngkonan Beyoncé Knowles og leikkonan Eva Longoria eru í samningaviðræðum um að leika lesbískar ástkonur í kvikmyndinni Tipping the Velvet.
Myndin er byggð á skáldsögu Sarah Waters og segir frá söng-stjörnu og ástkonu hennar undir lok nítjándu aldar. „Þetta er satt. Við erum að ræða saman um þetta. Þetta er yndisleg bók og falleg ástarsaga," sagði Longoria, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum Desper-ate Housewifes. Leikstjóri myndarinnar verður Sofia Coppola, sem hefur m.a. sent frá sér Lost in Translation.