Fettuchini og framhjáhald 28. nóvember 2006 09:00 Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Avati vakti fyrst athygli á sér sem einn handritshöfunda síðustu kvikmyndar Pasolini, 120 dagar Sódómu, sem enn þann dag í dag er hryllilegasta mynd sem gerð hefur verið og fær Hostel til að líta út eins og Mary Poppins. Hún er þó ólík þeim myndum sem hér eru sýndar, sem eiga það flestar sameiginlegt að gerast í fallegu umhverfi Bologna og fjalla um óendurgoldna ást. Og ólíkt bandarískum bíómyndum er ástin ekki alltaf milli fallegs og ólofaðs fólks, heldur hefur fleiri víddir. Útskriftarveislan (Festa di laurea) frá 1985 gerist rétt eftir stríð og segir frá manni sem enn er ástfanginn af konu er kyssti hann í stríðsbyrjun. Honum er falið að skipuleggja útskriftarveislu dóttur hennar, og sýnir myndin í skemmtilegu lokaatriði hvernig miklir harmleikir geta búið bak við hamingjusamar fjölskyldumyndirnar. Myndin Sögur af stelpum og strákum (Storia di ragazzi e di ragazze) gerist fyrir stríð og segir einnig frá veislu, í þetta sinn trúlofunarveislu. Langbest er þó myndin Með hjartað á öðrum stað (Il cuore altrove) frá 2003. Segir þar frá 35 ára gömlum hreinum sveini sem er sendur í afhommun frá Róm til Bologna. Faðir hans saumar kjóla á páfann og hefur lítið álit á norðurhéruðunum, kallar þau ýmist Þýskaland eða Norðurpólinn eftir því hvernig liggur á honum. Enn versnar það þegar sonurinn verður skotinn í blindri stúlku. Myndin sýnir hversu illa fer þegar menn verða ástfangnir af konum sem eru fyrir ofan þá í þjóðfélagsstiganum, og er þess vegna kærkomin tilbreyting frá Hollywoodvæmni. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Avati vakti fyrst athygli á sér sem einn handritshöfunda síðustu kvikmyndar Pasolini, 120 dagar Sódómu, sem enn þann dag í dag er hryllilegasta mynd sem gerð hefur verið og fær Hostel til að líta út eins og Mary Poppins. Hún er þó ólík þeim myndum sem hér eru sýndar, sem eiga það flestar sameiginlegt að gerast í fallegu umhverfi Bologna og fjalla um óendurgoldna ást. Og ólíkt bandarískum bíómyndum er ástin ekki alltaf milli fallegs og ólofaðs fólks, heldur hefur fleiri víddir. Útskriftarveislan (Festa di laurea) frá 1985 gerist rétt eftir stríð og segir frá manni sem enn er ástfanginn af konu er kyssti hann í stríðsbyrjun. Honum er falið að skipuleggja útskriftarveislu dóttur hennar, og sýnir myndin í skemmtilegu lokaatriði hvernig miklir harmleikir geta búið bak við hamingjusamar fjölskyldumyndirnar. Myndin Sögur af stelpum og strákum (Storia di ragazzi e di ragazze) gerist fyrir stríð og segir einnig frá veislu, í þetta sinn trúlofunarveislu. Langbest er þó myndin Með hjartað á öðrum stað (Il cuore altrove) frá 2003. Segir þar frá 35 ára gömlum hreinum sveini sem er sendur í afhommun frá Róm til Bologna. Faðir hans saumar kjóla á páfann og hefur lítið álit á norðurhéruðunum, kallar þau ýmist Þýskaland eða Norðurpólinn eftir því hvernig liggur á honum. Enn versnar það þegar sonurinn verður skotinn í blindri stúlku. Myndin sýnir hversu illa fer þegar menn verða ástfangnir af konum sem eru fyrir ofan þá í þjóðfélagsstiganum, og er þess vegna kærkomin tilbreyting frá Hollywoodvæmni.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira