Menning

Ólafur í góðum félagsskap í New York

Sagði við fjölmiðla að litið væri á Ólaf Elíasson sem rokkstjörnu á Íslandi.
Sagði við fjölmiðla að litið væri á Ólaf Elíasson sem rokkstjörnu á Íslandi.

Listaverk Ólafs Elíassonar, „Eye see you" og „You see me" voru afhjúpuð í verslun Louis Vuitton í New York fyrir skemmstu. Annað verkanna kemur til með að hanga til frambúðar í versluninni á meðan hitt fær aðeins að hanga yfir hátíðarnar.

Margt var um manninn á opnuninni en meðal þeirra sem mættu voru tónlistarmaðurinn Pharrell Williams, fyrirsætan Alek Wek, kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og ristjóri tímaritsins Vogue, Anna Wintour. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mætti svo einnig til þess að heiðra listamanninn og sagði við fjölmiðla að litið væri á Ólaf Elíasson sem rokkstörnu á Íslandi.

Ólafi Ragnari þótti líka mikið koma til verslunarinnar og lét meðal annars þau orð falla að búðin væri næstum jafn stór og Ísland sjálft. Pharrell Williams er rappari og tónlistarmaður sem hefur farið eins og stormsveipur um Bandaríkin undanfarin ár. Nú er kappinn orðinn mikilsmetinn í tískuheiminum og auðvitað lét hann sig ekki vanta á opnunina Ólafs. Vel fór á með þeim Ólafi eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Ólafur Elíasson og Pharrell Williams tóku sig vel út saman.


..





Fleiri fréttir

Sjá meira


×