Danir vilja efsta skattþrepið í burt 29. nóvember 2006 09:00 Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann. MYND/AFP Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn. Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn.
Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira