Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast 30. nóvember 2006 05:30 Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira