Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd 14. desember 2006 09:30 Þorvaldur Bjarni fær sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að leika tónverkið sem samið er fyrir Astrópíu. „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. . Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. .
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira