Blendnar tilfinningar Benedikts 16. desember 2006 09:00 „Kannski hef ég sagt of mikið?“ Benedikt Erlingsson leikstjóri ræðir um kröfur og klisjur, vonbrigði, pulsur og leikritið sem hefur eitthvað fyrir alla. MYND/Stefán „Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söngleik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leikhús fá venjulegt leikhús. Þeir sem vilja piss fá piss. Þeir sem vilja sprengjur fá sprengjur. Þeir sem vilja rómantík fá rómantík, þeir sem vilja slap-stick fá slap-stick, þeir sem vilja nekt fá nekt, þeir sem vilja ofbeldi fá ofbeldi, þeir sem vilja kynferðislegt ofbeldi fá það, þeir sem vilja stóran leik fá stóran leik. þeir sem vilja góðan leik fá góðan leik, þeir sem vilja eitthvað fallegt fá eitthvað fallegt og þeir sem vilja eitthvað ljótt fá eitthvað ljótt og þeir sem vilja töfrabrögð og aldaspegil fá líka það sem þeir vilja. Þetta er eitthvað fyrir alla. Öllu pakkað inn í fallegar neytendaumbúðir af mér og Gretari Reynissyni leikmyndaskáldi og Helgu I. Stefánsdóttur búningaskáldi og svo framreitt af þessum hæfa leikhóp með dyggri aðstoð öflugs tækniliðs. Allt þetta fæst fyrir aðeins 2.900 krónur," segir Benedikt Erlingsson leikstjóri grafalvarlegur í bragði.Klisjur og andófÆvintýraleg þversagnakennd lögmál eða algjör geðveiki? Leikritið Ófagra veröld verður frumsýnt milli jóla og nýárs. MYND/VilhelmHann kveðst hundleiður á kröfunni um að pakka saman leiksýningum í kynningarskyni og fer undan í flæmingi þegar blaðamaður innir hann eftir efnivið leikritsins Ófagra veröld, höfundareinkennum og leikstjórnarlegum áherslum. Hann svarar klisjunum með andófi og ósk um að áhorfendur mæti bara á listviðburði og leyfi hlutunum að gerast.Leikrit Anthony Neilson verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu milli jóla og nýárs en verkið hlaut góðar viðtökur hjá skoska Þjóðleikhúsinu þegar það var frumsýnt þar árið 2004 í leikstjórn höfundarins. Í umsögnum um verkið er því lýst sem róttæku og frumlegu stykki en höfundurinn er þekktur fyrir áræði sína, hnyttin og ástríðufull skrif. Fyrr á árinu voru tvö verka hans sett upp hérlendis, Ritskoðarinn og Penetreitor, og á nýju ári setur Borgarleikhúsið upp annað verk hans, Lík í óskilum, sem Steinunn Knútsdóttir leikstýrir. „Þetta er klikkaður Skoti," segir Benedikt, „það er líka hægt að lesa fullt um hann á netinu."Auðveldlega erfittOrð leikstjórans einkennast af býsna blendnum tilfinningum, hann segist til að mynda vera á „bömmer" yfir því að verkið sé næstum of vel unnið af höfundarins hendi. „Mín dramatúrgíska vinna er nánast engin - þetta er allt tilbúið, klárt og skýrt. Mesta ögrunin fyrir mig og Gretar er að finna okkar flöt á verkinu sem gerir það spennandi upp á nýtt. Það er ekkert gaman að fá allt upp í hendurnar. Við leikhúsfólk verðum alltaf að koma okkur að, bæta við, þýða verkið upp á okkar tíma." Hann tekur dæmi af síðasta samstarfsverkefni hans og Gretars, Draumleik Strindbergs, sem þeir settu upp með Leikfélagi Reykjavíkur og Nemendaleikhúsinu en það verk var heill heimur, klassíkur brunnur sem listamennirnir allir gátu sótt í. Verkið nú er allt önnur ögrun því Ófagra veröld er bæði auðveldara og erfiðara verk að sögn Benedikts. „Í mér er ótrúleg krafa að þjóna þessu verki - að fara með það lengra, en það fellur ekkert allt of vel að mínu skaplyndi," segir hann sposkur, „ég hef náttúrlega skrifað lærðar greinar um að leikritahandrit séu ekki bókmenntir heldur hráefni fyrir leikhúsið og það stendur alveg. Kannski hef ég sagt of mikið í þessu viðtali."Anti-kristur filmunnarBenedikt hefur fengið góð viðbrögð við leik sínum í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Trier, Direktøren for det hele, sem nú má sjá í kvikmyndahúsum landsins. Hann ber þessum umdeilda manni vel söguna og kveðst gjarnan mundu vilja vera í sárum eftir skaphundinn annálaða en svo sé ekki enda hafi verið einkar gott að vinna með honum. „Ég fór með honum í bað. Það var mitt inntökupróf, hann er með svona kalt bað í stúdíóinu sínu og ég þorði ekki annað en þiggja það," segir Benedikt en hann var síðar sendur til talþjálfara sökum þess hversu illa hann talaði dönskuna. Myndin er sannkölluð gamanmynd en hádramatísk á köflum en hún skartar öðrum íslenskum leikara, Friðrik Þór Friðriksson er þar í krefjandi skapgerðarhlutverki.Benedikt kveðst þó líka hafa blendnar tilfinningar til Triers. „Ég get ekki horft á sumar myndirnar hans, Dancer in the Dark er til dæmis alveg hræðileg mynd og Idioterne gerir mig bara reiðan. Svo eru aðrar frábærar eins og Dogville og Breaking the Waves. Trier nær að segja svo margt með myndum sínum, eitthvað annað en það sem liggur í augum uppi - hann nær einhverri annarri sögn og kann þá list að búa sér til forsendur og leikreglur sem gera hann að frjóum listamanni. Það er gaman að fylgjast með kvikmyndagerðarmönnum sem hafa möguleika á að leika sér með list sína eins og börn í sandkassa. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu að hann er kallaður anti-kristur filmunnar."Tungumála togstreitaÞað er ekki á hverjum degi sem íslenskur leikari leikur á dönsku í erlendri stórmynd en það bergmálar einnig af tungumálahæfileikum fjölskyldu Benedikts um þessar mundir því eiginkona hans, danska leikkonan Charlotte Böving, leikur stórhlutverk í Ófögru veröld og lætur þar ýmislegt yfir sig ganga. „Hún leikur til dæmis pulsu sem er stórkostlegur heiður.Þetta er reyndar mjög erfitt fyrir hana því hún hefur metnað til að tala góða íslensku og talar raunar of góða íslensku og ég hef þurft að pína hana til að búa til málvillur. Það hefur gengið mjög nærri henni. Henni finnst niðurlægjandi að tala svona vitlaust og segir að það sé klisjukennd mynd af nýbúum að þeir tali vitlaust. Ég bakka samt ekkert með þetta - mér finnst þetta svo fyndið. Fólk getur svo túlkað þetta freudískt ef það vill." Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söngleik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leikhús fá venjulegt leikhús. Þeir sem vilja piss fá piss. Þeir sem vilja sprengjur fá sprengjur. Þeir sem vilja rómantík fá rómantík, þeir sem vilja slap-stick fá slap-stick, þeir sem vilja nekt fá nekt, þeir sem vilja ofbeldi fá ofbeldi, þeir sem vilja kynferðislegt ofbeldi fá það, þeir sem vilja stóran leik fá stóran leik. þeir sem vilja góðan leik fá góðan leik, þeir sem vilja eitthvað fallegt fá eitthvað fallegt og þeir sem vilja eitthvað ljótt fá eitthvað ljótt og þeir sem vilja töfrabrögð og aldaspegil fá líka það sem þeir vilja. Þetta er eitthvað fyrir alla. Öllu pakkað inn í fallegar neytendaumbúðir af mér og Gretari Reynissyni leikmyndaskáldi og Helgu I. Stefánsdóttur búningaskáldi og svo framreitt af þessum hæfa leikhóp með dyggri aðstoð öflugs tækniliðs. Allt þetta fæst fyrir aðeins 2.900 krónur," segir Benedikt Erlingsson leikstjóri grafalvarlegur í bragði.Klisjur og andófÆvintýraleg þversagnakennd lögmál eða algjör geðveiki? Leikritið Ófagra veröld verður frumsýnt milli jóla og nýárs. MYND/VilhelmHann kveðst hundleiður á kröfunni um að pakka saman leiksýningum í kynningarskyni og fer undan í flæmingi þegar blaðamaður innir hann eftir efnivið leikritsins Ófagra veröld, höfundareinkennum og leikstjórnarlegum áherslum. Hann svarar klisjunum með andófi og ósk um að áhorfendur mæti bara á listviðburði og leyfi hlutunum að gerast.Leikrit Anthony Neilson verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu milli jóla og nýárs en verkið hlaut góðar viðtökur hjá skoska Þjóðleikhúsinu þegar það var frumsýnt þar árið 2004 í leikstjórn höfundarins. Í umsögnum um verkið er því lýst sem róttæku og frumlegu stykki en höfundurinn er þekktur fyrir áræði sína, hnyttin og ástríðufull skrif. Fyrr á árinu voru tvö verka hans sett upp hérlendis, Ritskoðarinn og Penetreitor, og á nýju ári setur Borgarleikhúsið upp annað verk hans, Lík í óskilum, sem Steinunn Knútsdóttir leikstýrir. „Þetta er klikkaður Skoti," segir Benedikt, „það er líka hægt að lesa fullt um hann á netinu."Auðveldlega erfittOrð leikstjórans einkennast af býsna blendnum tilfinningum, hann segist til að mynda vera á „bömmer" yfir því að verkið sé næstum of vel unnið af höfundarins hendi. „Mín dramatúrgíska vinna er nánast engin - þetta er allt tilbúið, klárt og skýrt. Mesta ögrunin fyrir mig og Gretar er að finna okkar flöt á verkinu sem gerir það spennandi upp á nýtt. Það er ekkert gaman að fá allt upp í hendurnar. Við leikhúsfólk verðum alltaf að koma okkur að, bæta við, þýða verkið upp á okkar tíma." Hann tekur dæmi af síðasta samstarfsverkefni hans og Gretars, Draumleik Strindbergs, sem þeir settu upp með Leikfélagi Reykjavíkur og Nemendaleikhúsinu en það verk var heill heimur, klassíkur brunnur sem listamennirnir allir gátu sótt í. Verkið nú er allt önnur ögrun því Ófagra veröld er bæði auðveldara og erfiðara verk að sögn Benedikts. „Í mér er ótrúleg krafa að þjóna þessu verki - að fara með það lengra, en það fellur ekkert allt of vel að mínu skaplyndi," segir hann sposkur, „ég hef náttúrlega skrifað lærðar greinar um að leikritahandrit séu ekki bókmenntir heldur hráefni fyrir leikhúsið og það stendur alveg. Kannski hef ég sagt of mikið í þessu viðtali."Anti-kristur filmunnarBenedikt hefur fengið góð viðbrögð við leik sínum í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Trier, Direktøren for det hele, sem nú má sjá í kvikmyndahúsum landsins. Hann ber þessum umdeilda manni vel söguna og kveðst gjarnan mundu vilja vera í sárum eftir skaphundinn annálaða en svo sé ekki enda hafi verið einkar gott að vinna með honum. „Ég fór með honum í bað. Það var mitt inntökupróf, hann er með svona kalt bað í stúdíóinu sínu og ég þorði ekki annað en þiggja það," segir Benedikt en hann var síðar sendur til talþjálfara sökum þess hversu illa hann talaði dönskuna. Myndin er sannkölluð gamanmynd en hádramatísk á köflum en hún skartar öðrum íslenskum leikara, Friðrik Þór Friðriksson er þar í krefjandi skapgerðarhlutverki.Benedikt kveðst þó líka hafa blendnar tilfinningar til Triers. „Ég get ekki horft á sumar myndirnar hans, Dancer in the Dark er til dæmis alveg hræðileg mynd og Idioterne gerir mig bara reiðan. Svo eru aðrar frábærar eins og Dogville og Breaking the Waves. Trier nær að segja svo margt með myndum sínum, eitthvað annað en það sem liggur í augum uppi - hann nær einhverri annarri sögn og kann þá list að búa sér til forsendur og leikreglur sem gera hann að frjóum listamanni. Það er gaman að fylgjast með kvikmyndagerðarmönnum sem hafa möguleika á að leika sér með list sína eins og börn í sandkassa. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu að hann er kallaður anti-kristur filmunnar."Tungumála togstreitaÞað er ekki á hverjum degi sem íslenskur leikari leikur á dönsku í erlendri stórmynd en það bergmálar einnig af tungumálahæfileikum fjölskyldu Benedikts um þessar mundir því eiginkona hans, danska leikkonan Charlotte Böving, leikur stórhlutverk í Ófögru veröld og lætur þar ýmislegt yfir sig ganga. „Hún leikur til dæmis pulsu sem er stórkostlegur heiður.Þetta er reyndar mjög erfitt fyrir hana því hún hefur metnað til að tala góða íslensku og talar raunar of góða íslensku og ég hef þurft að pína hana til að búa til málvillur. Það hefur gengið mjög nærri henni. Henni finnst niðurlægjandi að tala svona vitlaust og segir að það sé klisjukennd mynd af nýbúum að þeir tali vitlaust. Ég bakka samt ekkert með þetta - mér finnst þetta svo fyndið. Fólk getur svo túlkað þetta freudískt ef það vill."
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira