Sport

Fimmta tap Lakers í röð

Andrei Kirilenko fór á kostum hjá Utah í nótt, skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum.
Andrei Kirilenko fór á kostum hjá Utah í nótt, skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. NordicPhotos/GettyImages

LA Lakers tapaði fimmta leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Utah Jazz, en þetta var síðari leikurinn sem Kobe Bryant þurfti að taka út leikbann fyrir olnbogaskot í leik á dögunum. Utah sigraði 90-80. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. Lamar Odom skoraði 25 stig fyrir Lakers.

Toronto vann Atlanta 107-98. Mike James skoraði 28 stig fyrir Toronto, en þrír leikmenn skoruðu 18 stig fyrir Atlanta í uppgjöri tveggja af slakari liðum deildarinnar.

Houston sigraði Washington 123-111. Tracy McGrady skoraði 38 stig fyrir Houston, en Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington.

Detroit sigraði Orlando 108-99. Chauncey Billups skoraði 37 stig fyrir Detroit, sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum en Dwight Howard var með 22 stig og 14 fráköst hjá Orlando.

Memphis sigraði Golden State 104-94. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State.

Dallas sigraði Portland 95-81. Dirk Nowitzki og Jason Terry voru atkvæðamestir hjá Dallas með 22 stig hvor, en hjá Portland voru Ruben Patterson og Zach Randolph bestir með 19 stig hvor.

Loks vann Philadelphia sigur á Sacramento 111-98. Chris Webber var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, en Mike Miller var atkvæðamestur í liði Sacramento með 36 stig og 11 fráköst.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×