Bæjarstjóri Seltjarnarness gefur starfsmönnum gjafabréf án samþykkis 4. janúar 2006 22:12 Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Jónmundur segir þessa umbun ekki valda neinni útgjaldaaukningu fyrir bæjaryfirvöld því fundið verði svigrúm fyrir hana innan fjárhagsáætlunar. Hann bar ákvörðunina hins vegar ekki undir fjárhags- og launanefnd bæjarins sem oddviti minnihlutans í nefndinni segir bæjarstjórann ekki hafa heimild fyrir. MYND/Pjetur Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. Tólf starfsmenn leikskólans Sólbrekku á Seltjarnarnesi sögðu upp störfum í lok desember vegna óánægju með kjör sín. Í framhaldi af því funduðu leikskólastjórar Sólbrekku og Mánabrekku, sem er hinn leikskólinn á Seltjarnarnesi, með Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra. Þar lögðu þeir til að allir starfsmenn leikskólanna, um 30 talsins, fengju gjafabréf í Kringlunni að upphæð 20 þúsund krónur frá bæjaryfirvöldum, og samþykkti bæjarstjórinn þá tillögu. Hann segist hafa gert það því ástandið á leikskólum Seltjarnarness hafi gefið tilefni til þess að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin störf, ekki síst í haust við þá manneklu sem þá hafi ríkt. Jónmundur segir þessa umbun ekki valda neinni útgjaldaaukningu fyrir bæjaryfirvöld því fundið verði svigrúm fyrir hana innan fjárhagsáætlunar. Hann bar ákvörðunina hins vegar ekki undir fjárhags- og launanefnd bæjarins sem oddviti minnihlutans í nefndinni segir bæjarstjórann ekki hafa heimild fyrir. Aðspurður um það segir Jónmundur að í þessu tilviki hafi verið um að ræða ákvörðum viðkomandi forstöðumanna, þ.e. leikskólanna tveggja, innan fjárhagsáætlunar, sem sé raunverulega skuldbindandi. Hann reyndi þó að ná sambandi við formann fjárhags- og launanefndar, en án árangurs. Þegar forstöðumaður starfsmannafélags Seltjarnarness heyrði af gjafmildi bæjarstjóra gekk hann á hans fund og spurði hvort ekki væri eðlilegt að allir starfsmenn bæjarins sætu við sama borð. Bæjarstjórinn var sammála því og gaf þar af leiðandi vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarness, sem eru um 300 talsins, fengju gjafabréf upp á 20 þúsund krónur, eða samtals sex milljónir króna. Jónmundur segist hafa gert það því svona ákvörðun hafi „ákveðið fordæmisgildi" að hans mati. Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness mun funda um það í næstu viku hvort starfsmennirnir 300 fái umrædd gjafabréf. Leikskólastarfsmennirnir hafa hins vegar nú þegar fengið sín gjafabréf afhent. Heyrst hefur undanfarna daga að þeir starfsmenn Sólbrekku sem sögðu upp í desember ætli hugsanlega að draga uppsagnir sínar til baka. Aðspurð hvort það sé reyndin, og þá m.a. með hliðsjón af umræddum gjafabréfum, segir Ásdís Þorsteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Sólbrekku, enga ákvörðun liggja fyrir um það að svo stöddu. Ákvörðunin muni þó líklega liggja fyrir á morgun eða föstudag, eða að loknum fundi með bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi. Þar verður einnig rætt n.k. álags- eða mætingahvetjandi kerfi fyrir starfsmenn leikskólanna sem hugsanlega verður komið á fót til að bæta kjör þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Þrjátíu leikskólastarfsmenn á Seltjarnarnesi fengu gjafabréf í Kringlunni upp á 20 þúsund krónur að gjöf frá bæjaryfirvöldum um áramótin. Bæjarstjóri Seltjarnarness gaf vilyrði fyrir gjöfinni án samráðs við fjárhags- og launanefnd bæjarins. Hann hefur einnig gefið vilyrði fyrir því að allir 300 starfsmenn bæjarins fái sams konar gjafabréf. Tólf starfsmenn leikskólans Sólbrekku á Seltjarnarnesi sögðu upp störfum í lok desember vegna óánægju með kjör sín. Í framhaldi af því funduðu leikskólastjórar Sólbrekku og Mánabrekku, sem er hinn leikskólinn á Seltjarnarnesi, með Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra. Þar lögðu þeir til að allir starfsmenn leikskólanna, um 30 talsins, fengju gjafabréf í Kringlunni að upphæð 20 þúsund krónur frá bæjaryfirvöldum, og samþykkti bæjarstjórinn þá tillögu. Hann segist hafa gert það því ástandið á leikskólum Seltjarnarness hafi gefið tilefni til þess að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin störf, ekki síst í haust við þá manneklu sem þá hafi ríkt. Jónmundur segir þessa umbun ekki valda neinni útgjaldaaukningu fyrir bæjaryfirvöld því fundið verði svigrúm fyrir hana innan fjárhagsáætlunar. Hann bar ákvörðunina hins vegar ekki undir fjárhags- og launanefnd bæjarins sem oddviti minnihlutans í nefndinni segir bæjarstjórann ekki hafa heimild fyrir. Aðspurður um það segir Jónmundur að í þessu tilviki hafi verið um að ræða ákvörðum viðkomandi forstöðumanna, þ.e. leikskólanna tveggja, innan fjárhagsáætlunar, sem sé raunverulega skuldbindandi. Hann reyndi þó að ná sambandi við formann fjárhags- og launanefndar, en án árangurs. Þegar forstöðumaður starfsmannafélags Seltjarnarness heyrði af gjafmildi bæjarstjóra gekk hann á hans fund og spurði hvort ekki væri eðlilegt að allir starfsmenn bæjarins sætu við sama borð. Bæjarstjórinn var sammála því og gaf þar af leiðandi vilyrði fyrir því að allir starfsmenn Seltjarnarness, sem eru um 300 talsins, fengju gjafabréf upp á 20 þúsund krónur, eða samtals sex milljónir króna. Jónmundur segist hafa gert það því svona ákvörðun hafi „ákveðið fordæmisgildi" að hans mati. Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness mun funda um það í næstu viku hvort starfsmennirnir 300 fái umrædd gjafabréf. Leikskólastarfsmennirnir hafa hins vegar nú þegar fengið sín gjafabréf afhent. Heyrst hefur undanfarna daga að þeir starfsmenn Sólbrekku sem sögðu upp í desember ætli hugsanlega að draga uppsagnir sínar til baka. Aðspurð hvort það sé reyndin, og þá m.a. með hliðsjón af umræddum gjafabréfum, segir Ásdís Þorsteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Sólbrekku, enga ákvörðun liggja fyrir um það að svo stöddu. Ákvörðunin muni þó líklega liggja fyrir á morgun eða föstudag, eða að loknum fundi með bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi. Þar verður einnig rætt n.k. álags- eða mætingahvetjandi kerfi fyrir starfsmenn leikskólanna sem hugsanlega verður komið á fót til að bæta kjör þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira