Þegar Íslendingar móðguðust við Svía Egill Helgason skrifar 3. febrúar 2006 13:37 Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á. Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu. Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál. Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði." En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin. Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt. Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til. Kveðja Haukur Sigurjónsson Sagnfræðingur
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar