Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Kona skoðar upplýsingar í farsíma sínum við lokun kauphallarinnar í Japan í dag.
Kona skoðar upplýsingar í farsíma sínum við lokun kauphallarinnar í Japan í dag.

Hlutabréf lækkuðu við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan, sem endaði í hæsta lokagildi vísitölunnar sl. sex ár í gær, lækkaði um 1,10 prósent, 175,14 punkta, og endaði í 15.726,02 stigum í dag. Í gær hækkaði hlutabréfavísitalan hins vegar um 1,52 prósent.

Japanskir fjármálasérfræðingar telja líkur á að bankastjórn japanska seðlabankans muni koma saman á næstu dögum og ákveða hækkun stýrivaxta. Þá muni verða reynt að koma í veg fyrir að að lækkanir á öðrum mörkuðum, s.s. í Bandaríkjunum, hafi áhrif á hlutabréfamarkaðinn í Japan.

Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,57 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×