Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það.
Fjárfestar töldu líklegt að Merck myndi gera nýtt tilboð í Schering og hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins í 84,12 evrur á hlut í dag.
Forsvarsmenn Merck hafa ekkert látið uppi um hvort fyrirtækið hyggist gera yfirtökutilboð á Schering á nýjan leik. Sagði Michael Rømer, stjórnarformaður Merck, að fyrirtækið ætli ekki að láta ákvörðun stjórnenda Scherings trufla sig heldur látið þeir lokaákvörðun um yfirtökutilboðið í hendur hluthafa Schering. „Við erum fullvissir um að þeir muni íhuga tilboðið," sagði Rømer og benti á að tilboðið verði í gildi næstu sex vikurnar og falla niður um miðjan maí. „Við viljum kaupa 100 prósent hlutabréfa í Schering. Þegar við höfum 95 prósent látum við afskrá það," sagði hann.
Gengi hlutabréfa í Merck lækkaði um tæp 3 prósent í dag og endaði í 81,21 evru á hlut.
Gengi Schering hækkaði um fjórðung

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent