Viðskipti erlent

Bayer býður í Schering

Mynd/AFP

Þýski lyfjarisinn Bayer hefur gert yfirtökutilboð í þýska lyfjafyrirtækið Schering. Tilboðið hljóðar upp á 16,3 milljarða evrur. Stjórn Schering er sögð styðja yfirtökutilboð Bayer en hún var mótfallin óvinveittu yfirtökutilboði frá þýska lyfjafyrirtækinu Merck fyrr í mánuðinum, sem hljóðaði upp á 14,6 milljarða evrur.

Að sögn Bayer mun sameining fyrirtækjanna styrkja stöðu Þýskalands á sviði lyfjaframleiðslu.

Hluthafar Schering þurfa að samþykkja yfirtökutilboðið en vonast er til að kaupum ljúki í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×