Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmlega eitt prósent í Ísrael í dag í kjölfar þess að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosningunum í Ísrael í gær.
Kadimaflokkurinn hlaut 28 þingsæti af 120.
Efnahagur Ísraels dafnaði nokkuð í stjórnartíð Ariels Sharons en vegna úrslitanna er óvissa um hver muni fara með fjármálaráðuneyti í næstu ríkisstjórn landsins.
Haft var eftir Olmert í gær að hann hefði í hyggju að hefja friðarviðræður við Palestínumenn á nýjan leik en það er talið geta aukið stöðugleika í Ísrael.