Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 106,93 punkta, 0,63 prósent, og endaði í 17.045,34 stigum, sem er hæsta lokagildi vísitölunnar í fimm og hálft ár.
Vísitalan hefur hækkað um 3,4 prósent á síðastliðnum fimm viðskiptadögum. Mest hefur hækkunin verið í bréfum tæknifyrirtækja og bílaframleiðenda.
Bréf ljósmyndavöruframleiðandans Canon Inc. hækkuðu um 0,39 prósent en bréf í Honda Motor Co. um 1,49 prósent.