Innlent

Enn lækkun í Kauphöllinni og á krónunni

MYND/E.Ól.

Hlutabréfaverð í Kauphöllinni hélt áfram að lækka í morgun og hið sama á við um gengi íslensku krónunnar, sem hefur lækkað um tæplega tvö prósent það sem af er degi. Gengi Bandaríkjadals er nú 77 krónur og 54 aurar, ef miðað er við miðgengi Seðlabankans. Evran er kostar nú tæpar 96 íslenskar krónur samkvæmt sama viðmiði.

Hlutabréf í Kauphöllinni lækkuðu einnig töluvert í morgun. Bréf í Atorku og Landsbanka lækkuðu um rúmlega þrjú og hálft prósent, bréf í FL-Group lækkuðu um tvö og hálft prósent og bréf í KB-banka um rúmlega eitt og hálft prósent.

Ekkert félag hækkaði í morgun utan Össur, sem hækkaði um hálft prósent rétt fyrir hádegið. Úrvalsvísitalan er nú komin niður í 5.448 stig, - og er þá lægri en hún var um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×