Viðskipti erlent

Gengi hlutabréfa lækkaði í Japan

Mynd/AFP

Gengi hlutabréfabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,8 prósent og er það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í janúar á þessu ári. 18. janúar sl. lækkaði vísitalan um 2,9 prósent.

Vísitalan lækkaði um 489,56 punkta og stendur nú í 16.914,40 stigum.

Ástæðan fyrir lækkuninni er hækkun olíuverðs og hærra gengi jensins, gjaldmiðils Japana. Þá eru fjárfestar sagðir halda að sér höndum en þeir bíða afkomutalna fyrirtækja, sem koma út síðar í vikunni.

Gengi bréfa bílaframleiðendanna Honda Motor Co og Toyota Motor Corp. lækkuðu mest. Bréf Honda lækkuðu um 3,69 prósent en Toyota um 2,75 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í hátæknifyrirtækinu Sony Corp. sömuleiðis um 2,93 prósent en bréf í Canon Inc. um 2,04 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×