Norsku viðskiptajöfrarnir Øystein Stray Spetalen og Petter Stordalen eru sagðir hættir við að gera tilboð í ráðandi hlut í breska knattspyrnufélagið Liverpool. Að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv þótti þeim félagið ekki álitlegur kostur í bili.
Að sögn blaðsins er staða félagsins erfið þrátt fyrir að fjárhagslegt streymi sé gott. Þá þurfti félagið nauðsynlega á auknu fjármagni að halda, að sögn blaðsins.
Að sögn heimildarmanna blaðsins gerði útslagið að hópur hluthafa vildi ekki selja öll bréf sín í félaginu sem kom í veg fyrir að viðskiptajöfrarnir norsku náðu ráðandi hlut í Liverpool.