Knattspyrnusamband Evrópu hafur tilkynnt forráðamönnum Tottenham Hotspur að félagið fái ekki undanþágu um að komast í meistaradeildina á næstu leiktíð ef Arsenal hirðir sæti þeirra með því að sigra í keppninni í ár.
Útlit er fyrir að Tottenham hafni í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fyrir ofan granna sína í fyrsta sinn í áraraðir, en ef Arsenal vinnur meistaradeildina, geti frábært tímabil Tottenham í vetur endað sem hálfgerð martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Litlir kærleikar eru á milli grannliðanna Tottenham og Arsenal, en það verður að teljast ótrúleg kaldhæðni að þessi staða skuli koma upp annað árið í röð milli grannliða í úrvalsdeildinni. Reglunum um meistaradeildina var sem kunnugt er breytt í fyrra þegar álíka staða kom upp milli grannliðanna í Liverpool.