Fáar nýráðningar í Bandaríkjunum 5. maí 2006 13:08 Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Laun hækkuðu um 3,8 prósent á síðasta ári og er það mesta hækkun á milli ára síðan í ágúst árið 2001.Nýráðningar í Bandaríkjunum voru með minnsta móti í október á síðasta ári, eða 37.000. Ástæðan er sú að þá voru mörg fyrirtæki enn að jafna sig eftir afleiðingar fellibylsins í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Nýráðningarnar eru nokkuð undir væntingum sérfræðinga sem spáðu því að 200.000 manns yrðu ráðnir til starfa í mánuðinum. Fækkun starfa varð mest í smásölugeiranum vestra í síðasta mánuði. Störfum fjölgaði hins vegar hjá byggingar- og fjármálafyrirtækjum en fjölgun starfa í iðnaði hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum á síðastliðnum tveimur árum.Þá eru meðallaun verkafólks í Bandaríkjunum 16,61 Bandaríkjadalur á tímann, jafnvirði tæpra 1.200 króna, á tímann. Þetta er 0,5 prósenta hækkun frá marsmánuði en 3,8 prósentum hærri laun en fyrir ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Laun hækkuðu um 3,8 prósent á síðasta ári og er það mesta hækkun á milli ára síðan í ágúst árið 2001.Nýráðningar í Bandaríkjunum voru með minnsta móti í október á síðasta ári, eða 37.000. Ástæðan er sú að þá voru mörg fyrirtæki enn að jafna sig eftir afleiðingar fellibylsins í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Nýráðningarnar eru nokkuð undir væntingum sérfræðinga sem spáðu því að 200.000 manns yrðu ráðnir til starfa í mánuðinum. Fækkun starfa varð mest í smásölugeiranum vestra í síðasta mánuði. Störfum fjölgaði hins vegar hjá byggingar- og fjármálafyrirtækjum en fjölgun starfa í iðnaði hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum á síðastliðnum tveimur árum.Þá eru meðallaun verkafólks í Bandaríkjunum 16,61 Bandaríkjadalur á tímann, jafnvirði tæpra 1.200 króna, á tímann. Þetta er 0,5 prósenta hækkun frá marsmánuði en 3,8 prósentum hærri laun en fyrir ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira