Olíuverð lækkaði í dag 24. maí 2006 16:09 Mynd/AFP Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira