Heitt í kolunum á þingi í dag 30. maí 2006 17:51 Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira