Heitt í kolunum á þingi í dag 30. maí 2006 17:51 Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent