Eiður Smári í Kuwait 2. júní 2006 09:30 "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri, föður Eiðs Smára. Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira