Ráðherraskipti einstök vegna fjölda 11. júní 2006 18:45 Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira