Arcelor styður tilboð Mittal Steel 28. júní 2006 10:33 Stálkóngurinn Lakshmi Mittal, og Joseph Kinsch, stjórnarformaður Arcelor, á sameiginlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arcelor í Lúxemborg á mánudag. Mynd/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira