Bauð hæst í mat með Buffett 30. júní 2006 12:18 Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda Microsoft. Mynd/AFP Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira