Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins.
Hagnaður Nintendo nam 15,6 milljörðum jena, jafnvirði tæplega 10 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu en það er 1,5 milljarða jena meira en á sama tíma fyrir ári.
Þá námu tekjur fyrirtækisins 130,9 milljörðum jena, jafnvirði 83,7 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu en það er 85 prósenta aukning á milli ára.