Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju 2. ágúst 2006 19:00 Íbúi í Trincomalee á Srí Lanka, þar sem vatn er nú af skornum skammti. MYND/AP Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund. Erlent Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund.
Erlent Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira