Innlent

Menningarnótt 19. ágúst

Frá menningarnótt í fyrra
Frá menningarnótt í fyrra MYND/E. Ól.

Menningarnótt verður haldin í 11. sinn laugardaginn 19. ágúst. Dagskráin hefst með því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur Reykjavíkurmaraþonið klukkan 11 í Lækjargötunni. Öll söfn og gallerí verða opin á menningarnótt og ýmis fyrirtæki í miðborginni sýna á sér aðra hlið. Meðal þess sem gestum menningarnætur stendur til boða er fræðsla um heilun og kristalla, tónleikar Ædolstjarnanna, húsdýragarður í Hallargarðinum og tónleikar út um allan miðbæ. Að venju lýkur menningarnótt með flugeldasýningu, en hún hefst á slaginu þrjátíu og eina mínútu yfir tíu, eða þegar myrkur verður skollið á samkvæmt Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×