Hargreaves íhugar tilboð Man Utd

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist nú vera að íhuga tilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hargreaves hefur nýverið skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska liðið, en segist ekki geta annað en hugsað sig vel um þegar lið eins og Manchester United sýni honum áhuga.