Ræðst á næstu vikum 3. september 2006 18:45 Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira