BAE selur hlutina í Airbus 7. september 2006 08:07 Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira