Spáir mikilli lækkun á olíuverði 21. september 2006 13:07 Adnan Shihab Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003. Formaðurinn fyrrverandi sagði í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í dag að vissulega sé erfitt að geta sér til um verð á hráolíu á næsta ári. Geti það sveiflast frá því að vera í 40 dölum til 60 dala. Þó geti svo farið að það verði ekki fyrr en í síðasta lagi árið 2008 sem það fari svo langt niður, að hans mati. Shihab-Eldin setti þó þann fyrirvara á verðið að það muni einungis lækka mikið ef ekki komi til átaka líkt og þeirra sem verið hafa fyrir botni Miðjarðarhafs. Hráolíuverð fór í 78,40 dali á tunnu um miðjan júlí við innrás Ísraelshers í Líbanon og er um sögulegt hámarksverð að ræða. Í kjölfar vopnahlés Ísralsmanna og liðsmanna Hizbollah-samtakanna um miðjan síðasta mánuð hefur það hríðlækkað og fór niður fyrir 60 dali á tunnu til skamms tíma í gær. Þetta er lægsta verð sem sést hefur í hálft ár. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Adnan Shihab Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003. Formaðurinn fyrrverandi sagði í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í dag að vissulega sé erfitt að geta sér til um verð á hráolíu á næsta ári. Geti það sveiflast frá því að vera í 40 dölum til 60 dala. Þó geti svo farið að það verði ekki fyrr en í síðasta lagi árið 2008 sem það fari svo langt niður, að hans mati. Shihab-Eldin setti þó þann fyrirvara á verðið að það muni einungis lækka mikið ef ekki komi til átaka líkt og þeirra sem verið hafa fyrir botni Miðjarðarhafs. Hráolíuverð fór í 78,40 dali á tunnu um miðjan júlí við innrás Ísraelshers í Líbanon og er um sögulegt hámarksverð að ræða. Í kjölfar vopnahlés Ísralsmanna og liðsmanna Hizbollah-samtakanna um miðjan síðasta mánuð hefur það hríðlækkað og fór niður fyrir 60 dali á tunnu til skamms tíma í gær. Þetta er lægsta verð sem sést hefur í hálft ár.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira