Fyrrum forstjóri WorldCom í fangelsi 26. september 2006 08:35 Bernard Ebbers. Mynd/AFP Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag til að fullnusta dómi sem hann hlaut í fyrra. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári þegar hann gegndi stöðu forstjóra fyrirtækisins. Svikin eru talin nema 11 milljörðum bandaríkjadala eða 173 milljörðum íslenskra króna en þau leiddu til gjaldþrots fyrirtækisins árið 2002. Ebbers hefur margsinnis áfrýjað dóminum en áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum staðfesti fyrri dóm í júlí síðastliðnum. Ekki hefur verið gefið uppi hvar fangelsið er, sem Ebbers dvelur í við afplánun dómsins. Í dómsniðurstöðu í máli Ebbers segir, að hann hafi átt beina aðild að því að falsa afkomutölur fyrirtækisins til að hækka gengi hlutabréfa í því. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota árið 2002 og var eitt stærsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag til að fullnusta dómi sem hann hlaut í fyrra. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári þegar hann gegndi stöðu forstjóra fyrirtækisins. Svikin eru talin nema 11 milljörðum bandaríkjadala eða 173 milljörðum íslenskra króna en þau leiddu til gjaldþrots fyrirtækisins árið 2002. Ebbers hefur margsinnis áfrýjað dóminum en áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum staðfesti fyrri dóm í júlí síðastliðnum. Ekki hefur verið gefið uppi hvar fangelsið er, sem Ebbers dvelur í við afplánun dómsins. Í dómsniðurstöðu í máli Ebbers segir, að hann hafi átt beina aðild að því að falsa afkomutölur fyrirtækisins til að hækka gengi hlutabréfa í því. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota árið 2002 og var eitt stærsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira