Viðskipti erlent

Hækkun á hráolíuverði

Við bensíndælu.
Við bensíndælu.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í nóvember, hækkaði um 33 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 61,78 dali á tunnu. Hins vegar lækkaði verðið á markaði í Lundúnum í Bretlandi um 54 sent og fór í 60,26 dali á tunnu.

Haft hefur verið eftir nokkrum forsvarsmönnum aðildaríkja OPEC að samtökin muni endurskoða framleiðslukvóta fari hráolíuverð niður fyrir 60 dali á tunnu.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúm 20 prósent síðan það fór í sögulegt hámark um miðjan júlí síðastliðinn en þá stóð það í 78,40 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×