Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í dag, annan daginn í röð, á helstu fjármálamörkuðum eftir nokkrar verðhækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir lækkuninni er bjartsýni fjárfesta um auknar olíubirgðir í Bandaríkjunum.
Þetta er engu að síður þvert á vonir tveggja aðildarríkja í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, sem drógu úr framleiðslu sinni í gær til að sporna við frekari verðlækkunum.