Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus 23. október 2006 12:26 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira