Hagnaður Boeing dregst saman 25. október 2006 12:28 Farþegaþota frá Boeing. Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Tekjur námu 14,7 milljörðum dala eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna en það er 19 prósenta aukning frá síðasta ári. Helsta ástæða tekjuaukningarinnar er aukin sala á þotum frá Boeing. Ekki er reiknað með að úr dragi á þessu ári og geti góð sala haldist fram á næsta ár. Afkoman er hins vegar undir væntingum greiningaraðila sem reiknuðu með 15,07 milljörðum evra eða 1.028 milljörðum íslenskra króna í tekjur á tímabilinu. Flugvélaframleiðandinn hefur hækkað afkomuspá sína fyrir næsta ár og býst við 66 milljarða dala tekjum út árið. Það svarar til 4.404 milljarða íslenskra króna. Boeing hefur att kappi við flugvélasmiðjur Airbus á árinu. Gengi Airbus hefur hins vegar dvínað heldur á hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vegna tafa á afhendingu A380 risaþota frá fyrirtækinu. Gengi Boeing hefur hækkað um 24 prósent á mörkuðum það sem af er árs og virðist sem félagið hafi hagnast nokkuð á töfunum enda hafa flugvélaframleiðendur í auknum mæli pantað þotur frá þeim í stað þess að bíða eftir risaþotunum frá Airbus. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Tekjur námu 14,7 milljörðum dala eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna en það er 19 prósenta aukning frá síðasta ári. Helsta ástæða tekjuaukningarinnar er aukin sala á þotum frá Boeing. Ekki er reiknað með að úr dragi á þessu ári og geti góð sala haldist fram á næsta ár. Afkoman er hins vegar undir væntingum greiningaraðila sem reiknuðu með 15,07 milljörðum evra eða 1.028 milljörðum íslenskra króna í tekjur á tímabilinu. Flugvélaframleiðandinn hefur hækkað afkomuspá sína fyrir næsta ár og býst við 66 milljarða dala tekjum út árið. Það svarar til 4.404 milljarða íslenskra króna. Boeing hefur att kappi við flugvélasmiðjur Airbus á árinu. Gengi Airbus hefur hins vegar dvínað heldur á hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vegna tafa á afhendingu A380 risaþota frá fyrirtækinu. Gengi Boeing hefur hækkað um 24 prósent á mörkuðum það sem af er árs og virðist sem félagið hafi hagnast nokkuð á töfunum enda hafa flugvélaframleiðendur í auknum mæli pantað þotur frá þeim í stað þess að bíða eftir risaþotunum frá Airbus.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira