Viðskipti erlent

Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði

Frá kynningu á Windows Vista á síðasta ári.
Frá kynningu á Windows Vista á síðasta ári. Mynd/Getty Images

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu.

Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra.

Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server.

Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×